Sófasérfræðingar og gráðugir úlfar Eva Magnúsdóttir skrifar 5. apríl 2017 09:00 Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar