Sófasérfræðingar og gráðugir úlfar Eva Magnúsdóttir skrifar 5. apríl 2017 09:00 Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og undanfarin ár – ferðamanna-það-er-ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru alltof margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hugmyndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævintýralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í fréttaflutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferðamenn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjarstæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verðlag þurfa að haldast í hendur því margföldunaráhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækkandi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun