Frjálsíþróttasamband Íslands segir frá þessu í dag en það má einnig finna frétt um þetta á heimasíðu Eastern Michigan háskólans.
Hlynur setti þá nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þegar hann hljóp á 14:00,83 mínútum og var aðeins hársbreidd frá því að komast undir fjórtán mínúturnar.
Hlynur varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5000 metrana undir 14:01,00 mínútu. Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson en það var 14:01.99 mínútur og sett 26. mars 2010.
Hlaupið var frábærlega útfært hjá Hlyni og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili. Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar tíu sekúndur.
Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur fær þessa viðurkenningu en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann sem var að eignast í þriðja sinn frjálsíþróttamann vikunnar í miðríkjum Bandaríkjanna.
Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni.
Hlynur Andresson of @EMUMXC_TF was also named @MACSports Track Athlete of the Week!
— EMU Athletics (@EMUAthletics) April 4, 2017
READ: https://t.co/WW6DI2j9xA#EMUTrack #EMUEagles