Brexit – hvað gerist næst? Árni Páll Árnason skrifar 30. mars 2017 07:00 Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun