Ein og hálf milljón á mánuði til forseta alþýðunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2017 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, lengst til vinstri, ásamt Eygló Harðardóttur, þingmanni og fráfarandi ráðherra, Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanni VR, Sigurði Bessasyni hjá Eflingu og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira