Dánaraðstoð: Rétt skal vera rétt Ingrid Kuhlman og Sylviane Lecoultre skrifar 16. mars 2017 07:00 Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun