Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:56 Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira