Aníta örugglega í undanúrslit á besta tíma dagsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 10:30 Aníta Hinriksdóttir varð í fimmta sæti á EM innanhúss í Prag fyrir tveimur árum og gæti unnið til verðlauna að þessu sinni. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, komst örugglega í undanúrslit í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í dag en hún hljóp á besta tíma allra keppenda. Aníta hljóp í öðrum riðli og kom í mark á 2:02,82 mínútum en hún var sú eina í morgun sem hljóp undir tveimur mínútum og þremur sekúndum. Hlaupið var virkilega vel útfært en hún tók forskotið á fjórða og síðasta hringnum og stakk keppinauta sína af. Aníta átti þriðja besta tíma allra keppenda fyrir mótið. Evrópumeistarinn frá því 2015, Selina Büchel frá Sviss, hljóp í fjórða riðli og kom í mark á 2:03,11 mínútum en hún á næstbesta tímann á eftir Anítu eftir undanrásirnar. Hún komst vitaskuld í undanúrslitin en tvær efstu úr hverjum riðli komust áfram auk þeirra fjögurra með bestu tímana á eftir þeim. Óvænt úrslit urðu strax í fyrsta riðli þar sem Olga Lyakova frá Úkraínu komst ekki áfram en hún hljóp skelfilega á 2:06,33 mínútum og komst ekki áfram. Sú úkraínska átti þriðja besta tíma keppenda fyrir mótið en er úr leik. Aníta á nú annan besta tímann á eftir Evrópumeistaranum Büchel. Undanúrslitahlaupið fer fram á morgun og úrslitahlaupið á sunnudaginn en miðað við byrjunina er Aníta líkleg til afreka á mótinu. Hún hafnaði í fimmta sæti á EM innanhúss fyrir tveimur árum síðan. Vísir fylgdist með hlaupinu í morgun í beinni textalýsingu sem má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, komst örugglega í undanúrslit í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í dag en hún hljóp á besta tíma allra keppenda. Aníta hljóp í öðrum riðli og kom í mark á 2:02,82 mínútum en hún var sú eina í morgun sem hljóp undir tveimur mínútum og þremur sekúndum. Hlaupið var virkilega vel útfært en hún tók forskotið á fjórða og síðasta hringnum og stakk keppinauta sína af. Aníta átti þriðja besta tíma allra keppenda fyrir mótið. Evrópumeistarinn frá því 2015, Selina Büchel frá Sviss, hljóp í fjórða riðli og kom í mark á 2:03,11 mínútum en hún á næstbesta tímann á eftir Anítu eftir undanrásirnar. Hún komst vitaskuld í undanúrslitin en tvær efstu úr hverjum riðli komust áfram auk þeirra fjögurra með bestu tímana á eftir þeim. Óvænt úrslit urðu strax í fyrsta riðli þar sem Olga Lyakova frá Úkraínu komst ekki áfram en hún hljóp skelfilega á 2:06,33 mínútum og komst ekki áfram. Sú úkraínska átti þriðja besta tíma keppenda fyrir mótið en er úr leik. Aníta á nú annan besta tímann á eftir Evrópumeistaranum Büchel. Undanúrslitahlaupið fer fram á morgun og úrslitahlaupið á sunnudaginn en miðað við byrjunina er Aníta líkleg til afreka á mótinu. Hún hafnaði í fimmta sæti á EM innanhúss fyrir tveimur árum síðan. Vísir fylgdist með hlaupinu í morgun í beinni textalýsingu sem má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira