Feigðarflan og frjáls vilji Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun