Ísland og loftslagsmál – staðan núna og framtíðarsýn Björt Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun