Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 18:00 Uppgötvunin þykir stórmerkileg. Mynd/ESO Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, en NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna stendur nú fyrir kynningu á uppgötvuninni sem sjá má í beinni útsendingu hér að neðan. Stjörnufræðingar notuðu sjónauka víða um heim og hafa þeir staðfest tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Reikistjörnurnar, sem nefnast TRAPPIST-1b, c, d, e, f, g og h, í röð frá móðurstjörnunni, eru allar álíka stórar og Jörðin.Þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisinsHefur vísindamönnum tekist að afla upplýsinga um stærð, efnasamsetningu og sporbrautir reikistjarnanna og í ljós hefur komið að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin.Samkvæmt grein sem birtist í dag í tímaritinu Nature eru þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborðinu. „Þetta er einstakt sólkerfi — ekki aðeins vegna þess að við fundum svo margar reikistjörnur í því, heldur vegna þess að þær eru álíka heitar og Jörðin!“ sagði Michaël Gillon við STAR stofnunina í Liėgeháskóla í Belgíu. Nánar má lesa um uppgötvunina á Stjörnufræðivefnum auk þess sem að fjallað verður um reikistjörnurnar í kvöldfréttum Stöðvar klukkan 18.30.SkýringarmyndVísir/Graphic News Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, en NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna stendur nú fyrir kynningu á uppgötvuninni sem sjá má í beinni útsendingu hér að neðan. Stjörnufræðingar notuðu sjónauka víða um heim og hafa þeir staðfest tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Reikistjörnurnar, sem nefnast TRAPPIST-1b, c, d, e, f, g og h, í röð frá móðurstjörnunni, eru allar álíka stórar og Jörðin.Þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisinsHefur vísindamönnum tekist að afla upplýsinga um stærð, efnasamsetningu og sporbrautir reikistjarnanna og í ljós hefur komið að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin.Samkvæmt grein sem birtist í dag í tímaritinu Nature eru þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborðinu. „Þetta er einstakt sólkerfi — ekki aðeins vegna þess að við fundum svo margar reikistjörnur í því, heldur vegna þess að þær eru álíka heitar og Jörðin!“ sagði Michaël Gillon við STAR stofnunina í Liėgeháskóla í Belgíu. Nánar má lesa um uppgötvunina á Stjörnufræðivefnum auk þess sem að fjallað verður um reikistjörnurnar í kvöldfréttum Stöðvar klukkan 18.30.SkýringarmyndVísir/Graphic News
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira