Trump dregur til baka tilmæli um salernisnotkun trans nemenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 22:26 Donald Trump hefur hafist handa við að draga til baka margt sem gert var í stjórnartíð Barack Obama. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“ Donald Trump Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“
Donald Trump Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira