Venesúla mótmælir harðlega meðferð Frakka á „versta skíðamanni heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 14:06 Adrian Solano. Vísir/Getty Skíðagöngumaðurinn Adrian Solano frá Venesúela hefur bauð upp á spaugilega frammistöðu á HM í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi í gær eins og við sögðum frá á Vísi fyrr í dag. Adrian Solano var næstum því dottinn í ræsingunni og datt svo hvað eftir annað á brautinni. Hann fékk í kjölfarið titilinn „versti skíðamaður heims“ á veraldarvefnum. Adrian Solano ætlar að prófa snjó í fyrsta skipti í mánaðaræfingabúðum í Svíþjóð fyrir heimsmeistaramótið en komst aldrei á áfangastað.Sjá einnig:Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Þegar Solano lenti í París þá var hann sendur til baka til Venesúela. Ástæðan var að Frakkarnir trúðu því hreinlega ekki að hann væri skíðamaður og héldu þess í stað að hann væri að reyna að lauma sér í „góða lífið“ í Skandinavíu. Fólkið í vegabréfaeftirlitinu í París efuðustu um að Solano væri skíðamaður og spurðu hann meðal annars hvort að þær væri yfir höfuð snjór í Venesúela. Adrian Solano þurfti að fljúga til baka til Venesúela og þurfti í framhaldinu að safna fyrir annarri ferð til Evrópu. Hann missti af mánaðar æfingabúðum sem hefðu nú heldur betur hjálpað honum í þessari skrautlegu ferð hans um göngubrautina í Lahti. Honum tókst að koma sér til Finnlands en fékk þar að kynnast snjó í fyrsta sinn með sprenghlægilegum afleiðingum. Hingað til hafði hann aðeins æft sig á hjólaskíðum. Delcy Rodriguez, utanríkisráðherra Venesúela, brást við á Twitter þegar hann frétti af vandræðum Adrian Solano og sagði að ríkisstjórn Venesúela myndi senda Frökkum hörð mótmæli vegna meðferðarinnar á skíðamanni sínum. „Svona móðgun gagnvart Venesúelamönnum er algjörlega óásættanleg“ skrifaði Delcy Rodriguez meðal annars inn á Twitter. BBC sagði frá. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Skíðagöngumaðurinn Adrian Solano frá Venesúela hefur bauð upp á spaugilega frammistöðu á HM í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi í gær eins og við sögðum frá á Vísi fyrr í dag. Adrian Solano var næstum því dottinn í ræsingunni og datt svo hvað eftir annað á brautinni. Hann fékk í kjölfarið titilinn „versti skíðamaður heims“ á veraldarvefnum. Adrian Solano ætlar að prófa snjó í fyrsta skipti í mánaðaræfingabúðum í Svíþjóð fyrir heimsmeistaramótið en komst aldrei á áfangastað.Sjá einnig:Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Þegar Solano lenti í París þá var hann sendur til baka til Venesúela. Ástæðan var að Frakkarnir trúðu því hreinlega ekki að hann væri skíðamaður og héldu þess í stað að hann væri að reyna að lauma sér í „góða lífið“ í Skandinavíu. Fólkið í vegabréfaeftirlitinu í París efuðustu um að Solano væri skíðamaður og spurðu hann meðal annars hvort að þær væri yfir höfuð snjór í Venesúela. Adrian Solano þurfti að fljúga til baka til Venesúela og þurfti í framhaldinu að safna fyrir annarri ferð til Evrópu. Hann missti af mánaðar æfingabúðum sem hefðu nú heldur betur hjálpað honum í þessari skrautlegu ferð hans um göngubrautina í Lahti. Honum tókst að koma sér til Finnlands en fékk þar að kynnast snjó í fyrsta sinn með sprenghlægilegum afleiðingum. Hingað til hafði hann aðeins æft sig á hjólaskíðum. Delcy Rodriguez, utanríkisráðherra Venesúela, brást við á Twitter þegar hann frétti af vandræðum Adrian Solano og sagði að ríkisstjórn Venesúela myndi senda Frökkum hörð mótmæli vegna meðferðarinnar á skíðamanni sínum. „Svona móðgun gagnvart Venesúelamönnum er algjörlega óásættanleg“ skrifaði Delcy Rodriguez meðal annars inn á Twitter. BBC sagði frá.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum