Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 12:45 Adrian Solano í brautinni í gær. Vísir/Getty Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira