Skoðun

Leiðrétting við leiðréttingu RÚV

Anna Guðlaug Nielsen skrifar
Í vikunni birtist grein á vegum RÚV sem bar yfirskriftina „Leiðrétting við grein forstjóra einkamiðla sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.“  Þar er fullyrt að rangt sé farið með staðreyndir.  Þessu er hafnað enda eru þau dæmi sem dregin eru fram allar studdar rökum í grein forstjóranna.  

Ef ársreikningar frá 2015 eru skoðaðir frá helstu nágrannaþjóðir okkar, Svíþjóð, Danmörku, Noreg og Bretland þá er sést greinilega að helsta tekjustreymið hjá þeim er ríkisframlög. Einnig styður EBU skýrslan sem RÚV vísar til þá niðurstöðu en þar kemur fram að megin tekjustreymi 25 af 45 EBU ríkjum eru ríkisfjármögnun. (7)

Þannig að ég skil ekki alveg hvað þetta góða fólk fólk hjá RÚV er að tala um. BBC og SVT fá mun minna en RÚV á hvern íbúa. DR fær örlítið meira og NRK töluvert meira eins og kom fram.

Hlutfall afnotagjalda af heildartekjum NRK, SVT og DR er vel yfir 90%. BBC selur gífurlega mikið af efni en RÚV er í sérflokki þegar kemur að lágu hlutfalli ríkisframlags á móti heildartekjum.

Heimildir:

1.    Ársreikningur NRK

-    Bls. 8

2.    Ársreikningur SVT

-    Bls. 55

3.    Ársreikningur DR

-    Bls. 11

4.    Ársreikningur BBC

-    Bls. 6

5.    Ársreikningur RÚV

-    Bls. 14

6.    Fjárlög 2015

-    Bls. 49

7.    EBU-skýrsla

-    Glæra 9


Tengdar fréttir

Íslenska ríkið sér á báti

Þjóðir heims, hver um sig, vilja styðja við bakið á tungu sinni og menningu. Á sögueyjunni Íslandi er þetta markmið sérstaklega mikilvægt en um leið viðkvæmt, sökum hins takmarkaða fjölda, sem talar fallega tungumálið okkar. Fjölmiðlar og framleiðendur gæðaefnis gegna hér mikilvægu hlutverki og vilja nær undantekningalaust sinna því af myndugleik.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×