Ungt fólk skilið eftir Logi Einarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar