Lagaumhverfi gæti fælt fjárfesta frá Borgarlínunni Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Hlutur almenningssamgangna í Borgarlínunni á að vera minnst 12 prósent 2040. vísir/vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira