Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2017 11:15 Ráðherrar Bjartar Framtíðar, þau Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira