Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2017 11:15 Ráðherrar Bjartar Framtíðar, þau Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent