Óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast Brynjólfur Eyjólfsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Stundum verður manni brugðið við það sem maður les eða heyrir. Stundum er það sem maður les eða heyrir eiginlega út úr kú. Þegar ég heyrði og las að Óttarr Proppé vildi gera gagn með því sem hann er að gera varð mér um og ó. Hann hefur síðasta mánuðinn samþykkt lífeyrisskerðingar og lög um málefni fatlaðra til að gera gagn væntanlega. En gagnið er þá væntanlega að ekki væri þrengt að þeirri elítu auðugra hægrimanna sem hann er að fara að koma til valda. Fyrir mig og held ég mjög marga aðra eru áhrifin þau að óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast. Tökum lífeyrismálin fyrir. Ég er einn af þeim sem sat með það í fanginu í september síðastliðnum að taka afstöðu til þess hvort það samkomulag sem var tilbúið milli ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um lífeyrismálin yrði staðfest. Ég get fullyrt að enginn sem um þetta mál fjallaði á þessum tíma skildi þetta samkomulag þannig að ekki væru tryggð öll réttindi þeirra sem þá voru í kerfinu. Enginn hefði staðfest þetta samkomulag ef annar skilningur hefði legið fyrir. Nú kann vel að vera að Óttarr Proppé trúi frekar auðjöfrunum vinum sínum en mér. Það er þó eitt sem hann ætti að hafa í huga að það er ekkert eftir af trausti opinberra starfsmanna í samskiptum við ríki og Alþingi. Þetta er alvarlegt mál og ég held að gagnið sem Óttarr Proppé hefur gert sé ekki til bóta fyrir íslenskan almenning en kannski fyrir aðra. Af hverju tek ég Óttarr Proppé fyrir sérstaklega? Það er vegna þess andlits sem hann setti upp í kosningabaráttunni. Það andlit var ekki svart íhald og frjálshyggja. Ekkert bendir til annars nú en Óttarr Proppé sé sestur í óvinaliðið þegar kemur að réttindum og kjörum opinberra starfsmanna. Hann er því lentur á ysta hægri vængnum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum verður manni brugðið við það sem maður les eða heyrir. Stundum er það sem maður les eða heyrir eiginlega út úr kú. Þegar ég heyrði og las að Óttarr Proppé vildi gera gagn með því sem hann er að gera varð mér um og ó. Hann hefur síðasta mánuðinn samþykkt lífeyrisskerðingar og lög um málefni fatlaðra til að gera gagn væntanlega. En gagnið er þá væntanlega að ekki væri þrengt að þeirri elítu auðugra hægrimanna sem hann er að fara að koma til valda. Fyrir mig og held ég mjög marga aðra eru áhrifin þau að óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast. Tökum lífeyrismálin fyrir. Ég er einn af þeim sem sat með það í fanginu í september síðastliðnum að taka afstöðu til þess hvort það samkomulag sem var tilbúið milli ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um lífeyrismálin yrði staðfest. Ég get fullyrt að enginn sem um þetta mál fjallaði á þessum tíma skildi þetta samkomulag þannig að ekki væru tryggð öll réttindi þeirra sem þá voru í kerfinu. Enginn hefði staðfest þetta samkomulag ef annar skilningur hefði legið fyrir. Nú kann vel að vera að Óttarr Proppé trúi frekar auðjöfrunum vinum sínum en mér. Það er þó eitt sem hann ætti að hafa í huga að það er ekkert eftir af trausti opinberra starfsmanna í samskiptum við ríki og Alþingi. Þetta er alvarlegt mál og ég held að gagnið sem Óttarr Proppé hefur gert sé ekki til bóta fyrir íslenskan almenning en kannski fyrir aðra. Af hverju tek ég Óttarr Proppé fyrir sérstaklega? Það er vegna þess andlits sem hann setti upp í kosningabaráttunni. Það andlit var ekki svart íhald og frjálshyggja. Ekkert bendir til annars nú en Óttarr Proppé sé sestur í óvinaliðið þegar kemur að réttindum og kjörum opinberra starfsmanna. Hann er því lentur á ysta hægri vængnum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar