Trump og King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Undanfarið kosningamisseri bjó ég í Atlanta í Georgíu og las við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Emory háskóla. Það var merkileg reynsla að fylgjast með umræðum og viðbrögðum samnemenda minna við hvert fótmál forsetakosninganna og þegar úrslitin urðu ljós var mörgum svo brugðið að sorg og reiði brast út með ýmsum hætti. Georgía er eitt af vígum repúblikana og fylkið hefur stutt forsetaframbjóðenda þeirra í flestum kosningum undanfarna áratugi. Georgía var ekki talið baráttufylki en þar voru engir kosningafundir haldnir og engum auglýsingum sjónvarpað fyrr en viku fyrir kosningar. Skiptingin á milli borgar og sveita gæti ekki verið skýrari en borgirnar studdu Hillary Clinton og dreifbýlið Donald Trump. Kannanir meðal nemenda í Emory sýndu yfir 90% stuðning við Clinton en feimni við að gefa upp stuðning við Trump gæti hafa skekkt þær tölur samkvæmt nemendafélögunum. Kynþáttaspenna hefur einkennt sögu Georgíu en Atlanta er jafnframt höfuðvígi mannréttindabaráttu þeldökkra. Martin Luther King jr. var prestur í Ebenezer Baptist Church, sem er fjölmennur söfnuður í borginni, og hefur svæðinu í kringum kirkjuna verið breytt í þjóðgarð til minningar um baráttu hans. Kynþáttaspenna er ennþá áberandi í umræðunni og undanfarið haust hafa dráp lögreglumanna á þeldökkum borgurum ítrekað komist í fjölmiðla, sökum þess að aðstandendur hafa tekið upp verknaðina á snjallsíma. Mótmæli hafa verið fjölmenn í borgum Georgíu og í nágrannafylkjum undir fána hreyfingarinnar #BlackLivesMatter. Ein af stofnunum Emory rannsakar samspil trúar og stjórnmála og daginn eftir að úrslit voru ljós var erindi flutt á þeirra vegum af blaðakonunni Cynthia Tucker Haynes. Hún er dálkahöfundur sem hefur m.a. unnið Pulitzer verðlaun fyrir skrif sín um tengsl þeldökkra og hvítra í Bandaríkjunum. Fyrir fullum sal nemenda og kennara viðurkenndi hún að hafa þurft að endurskrifa erindi sitt á síðustu stundu í ljósi þess að hættumerki höfðu breyst í hættuástand með kosningu Donald Trump. Mat Haynes var að kynþáttafordómar ættu stóran þátt í úrslitum kosninganna. Máli sínu til stuðnings nefndi hún þrennt: Í fyrsta lagi innkomu Trump í bandarísk stjórnmál en hann kom sér að í umræðunni með því að halda á lofti gróusögum um að Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og væri því óhæfur til að gegna forsetaembættinu. Í öðru lagi árangur Obama í efnahagsmálum en í forsetatíð hans höfðu kjör hinna fjárhagslega verst stöddu batnað verulega á meðan kjör millistéttarinnar stóðu í stað. Þar sem fátækt í Bandaríkjunum er afgerandi kynþáttaskipt leiddi þetta af sér þá upplifun að verið væri að hygla þeldökkum á kostnað hvítra. Loks nefndi hún breytt landslag í opinberri orðræðu þar sem mörk tjáningar hafa flust í kjölfar tilkomu netmiðla og hópar eiga greiðari aðgang við að boða kynþáttafordóma í ummælakerfum og spjallrásum. Umræður í lokin urðu til að orða reiði, vonbrigði, sorg og ótta, sérstaklega meðal þeldökkra nemenda. Meginstef hjá mælendum var viðurkenning á því að framförum fylgir oft bakslag og margir sáu samsvörun með núverandi þróun og því bakslagi sem átti sér stað eftir tap suðursins í þrælastríðinu. Hin alræmdu Jim Crow lög lögleiddu aðgreiningu kynþátta og voru loks afnumin í kjölfar mannréttabaráttu þeldökkra á sjötta áratugnum. Arfleifð Martin Luther King jr. bar í því samhengi oft á góma en margar af prédikunum hans og ræðum hafa spámannlegt gildi í hugum þeirra sem upplifað hafa framfarir og vonbrigði í samskiptum kynþátta í suðuríkjunum. King er álitin fyrirmynd með því hugrekki sem hann sýndi í baráttunni gegn kynþáttahatri og fyrir aðferðir sínar en hann boðaði að ofbeldi gæti aldrei leitt til friðar. Ein af þekktustu prédikunum hans nefnist Um mælikvarða mennskunnar en þar segir hann enga spurningu vera ofar þeirri hvaða augum við lítum verðgildi fólks. Af mannsmynd okkar ákvarðast „gjörvöll stjórnskipan, samfélagsgerð og hagkerfi okkar“. Ef verðgildi mennskunnar eru vegin með mælikvörðum hagkerfa reiknast King til að í fullorðnum einstaklingi sé „næg fita í sjö sápustykki, nægt járn í meðalstóran nagla, nægur sykur til að fylla staut [og] nægur fosfór í 2.220 eldspýtukveika“, alls um 99 cent á þávirði. Myndmáli hans er ætlað að smætta þá mannsmynd sem lítur á manninn með augum veraldarhyggju og notagildis. Andstætt veraldarhyggju byggði King á mannsmynd Biblíunnar en hún er að hans mati í senn raunsæ á syndugt eðli mannsins og trúuð á að manneskjur standa í augum Guðs jafnfætis í sköpuninni og eru ómetanlegar með veraldlegum mælikvörðum. Á þeirri forsendu fordæmdi King kynþáttahyggju, arðrán á vinnuafli, nýlendustefnu og stríðsrekstur til yfirráða. Þekktasta brot úr þessari prédikun er hvatning hans um að „maðurinn sé á endanum ekki metinn á grundvelli þess hvernig hann lifir á tímum allsnægta og þæginda, heldur hvar hann stendur á tímum áskorana og átaka“. Kjör Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna á sér eflaust margar skýringar en frá sjónarhóli þeirra sem sætt hafa misrétti á grundvelli hörundslitar, svíður þessi þáttur í kosningabaráttu hans mest. Arfleifð Martin Luther King jr. er í senn huggun um að manneskjan standi ekki ein í aðstæðum sínum og ákall til að vinna að réttlæti allra með friðsamri baráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið kosningamisseri bjó ég í Atlanta í Georgíu og las við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Emory háskóla. Það var merkileg reynsla að fylgjast með umræðum og viðbrögðum samnemenda minna við hvert fótmál forsetakosninganna og þegar úrslitin urðu ljós var mörgum svo brugðið að sorg og reiði brast út með ýmsum hætti. Georgía er eitt af vígum repúblikana og fylkið hefur stutt forsetaframbjóðenda þeirra í flestum kosningum undanfarna áratugi. Georgía var ekki talið baráttufylki en þar voru engir kosningafundir haldnir og engum auglýsingum sjónvarpað fyrr en viku fyrir kosningar. Skiptingin á milli borgar og sveita gæti ekki verið skýrari en borgirnar studdu Hillary Clinton og dreifbýlið Donald Trump. Kannanir meðal nemenda í Emory sýndu yfir 90% stuðning við Clinton en feimni við að gefa upp stuðning við Trump gæti hafa skekkt þær tölur samkvæmt nemendafélögunum. Kynþáttaspenna hefur einkennt sögu Georgíu en Atlanta er jafnframt höfuðvígi mannréttindabaráttu þeldökkra. Martin Luther King jr. var prestur í Ebenezer Baptist Church, sem er fjölmennur söfnuður í borginni, og hefur svæðinu í kringum kirkjuna verið breytt í þjóðgarð til minningar um baráttu hans. Kynþáttaspenna er ennþá áberandi í umræðunni og undanfarið haust hafa dráp lögreglumanna á þeldökkum borgurum ítrekað komist í fjölmiðla, sökum þess að aðstandendur hafa tekið upp verknaðina á snjallsíma. Mótmæli hafa verið fjölmenn í borgum Georgíu og í nágrannafylkjum undir fána hreyfingarinnar #BlackLivesMatter. Ein af stofnunum Emory rannsakar samspil trúar og stjórnmála og daginn eftir að úrslit voru ljós var erindi flutt á þeirra vegum af blaðakonunni Cynthia Tucker Haynes. Hún er dálkahöfundur sem hefur m.a. unnið Pulitzer verðlaun fyrir skrif sín um tengsl þeldökkra og hvítra í Bandaríkjunum. Fyrir fullum sal nemenda og kennara viðurkenndi hún að hafa þurft að endurskrifa erindi sitt á síðustu stundu í ljósi þess að hættumerki höfðu breyst í hættuástand með kosningu Donald Trump. Mat Haynes var að kynþáttafordómar ættu stóran þátt í úrslitum kosninganna. Máli sínu til stuðnings nefndi hún þrennt: Í fyrsta lagi innkomu Trump í bandarísk stjórnmál en hann kom sér að í umræðunni með því að halda á lofti gróusögum um að Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og væri því óhæfur til að gegna forsetaembættinu. Í öðru lagi árangur Obama í efnahagsmálum en í forsetatíð hans höfðu kjör hinna fjárhagslega verst stöddu batnað verulega á meðan kjör millistéttarinnar stóðu í stað. Þar sem fátækt í Bandaríkjunum er afgerandi kynþáttaskipt leiddi þetta af sér þá upplifun að verið væri að hygla þeldökkum á kostnað hvítra. Loks nefndi hún breytt landslag í opinberri orðræðu þar sem mörk tjáningar hafa flust í kjölfar tilkomu netmiðla og hópar eiga greiðari aðgang við að boða kynþáttafordóma í ummælakerfum og spjallrásum. Umræður í lokin urðu til að orða reiði, vonbrigði, sorg og ótta, sérstaklega meðal þeldökkra nemenda. Meginstef hjá mælendum var viðurkenning á því að framförum fylgir oft bakslag og margir sáu samsvörun með núverandi þróun og því bakslagi sem átti sér stað eftir tap suðursins í þrælastríðinu. Hin alræmdu Jim Crow lög lögleiddu aðgreiningu kynþátta og voru loks afnumin í kjölfar mannréttabaráttu þeldökkra á sjötta áratugnum. Arfleifð Martin Luther King jr. bar í því samhengi oft á góma en margar af prédikunum hans og ræðum hafa spámannlegt gildi í hugum þeirra sem upplifað hafa framfarir og vonbrigði í samskiptum kynþátta í suðuríkjunum. King er álitin fyrirmynd með því hugrekki sem hann sýndi í baráttunni gegn kynþáttahatri og fyrir aðferðir sínar en hann boðaði að ofbeldi gæti aldrei leitt til friðar. Ein af þekktustu prédikunum hans nefnist Um mælikvarða mennskunnar en þar segir hann enga spurningu vera ofar þeirri hvaða augum við lítum verðgildi fólks. Af mannsmynd okkar ákvarðast „gjörvöll stjórnskipan, samfélagsgerð og hagkerfi okkar“. Ef verðgildi mennskunnar eru vegin með mælikvörðum hagkerfa reiknast King til að í fullorðnum einstaklingi sé „næg fita í sjö sápustykki, nægt járn í meðalstóran nagla, nægur sykur til að fylla staut [og] nægur fosfór í 2.220 eldspýtukveika“, alls um 99 cent á þávirði. Myndmáli hans er ætlað að smætta þá mannsmynd sem lítur á manninn með augum veraldarhyggju og notagildis. Andstætt veraldarhyggju byggði King á mannsmynd Biblíunnar en hún er að hans mati í senn raunsæ á syndugt eðli mannsins og trúuð á að manneskjur standa í augum Guðs jafnfætis í sköpuninni og eru ómetanlegar með veraldlegum mælikvörðum. Á þeirri forsendu fordæmdi King kynþáttahyggju, arðrán á vinnuafli, nýlendustefnu og stríðsrekstur til yfirráða. Þekktasta brot úr þessari prédikun er hvatning hans um að „maðurinn sé á endanum ekki metinn á grundvelli þess hvernig hann lifir á tímum allsnægta og þæginda, heldur hvar hann stendur á tímum áskorana og átaka“. Kjör Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna á sér eflaust margar skýringar en frá sjónarhóli þeirra sem sætt hafa misrétti á grundvelli hörundslitar, svíður þessi þáttur í kosningabaráttu hans mest. Arfleifð Martin Luther King jr. er í senn huggun um að manneskjan standi ekki ein í aðstæðum sínum og ákall til að vinna að réttlæti allra með friðsamri baráttu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun