Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 18:52 Skjáskot úr myndbandi lögreglunnar sem sýna Birnu á ferð um miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið abending@lrh.is eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið abending@lrh.is eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18
Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25