Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 18:52 Skjáskot úr myndbandi lögreglunnar sem sýna Birnu á ferð um miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið abending@lrh.is eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið abending@lrh.is eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18
Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25