Verhofstadt hættir við framboð og styður Tajani atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 11:03 Guy Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata. Vísir/AFP Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43
Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00