Tólfumenn óttast að klappið verði þreytt Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 07:00 Tólfan vakti verðskuldaða athygli á EM í Frakklandi. Benjamín er hér fremstur meðal jafningja, klæddur í hvítt. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira