Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 17:23 Barack Obama. Vísir/Getty Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira