Árangur í jafnréttismálum er ekki tilviljun Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun