Opin fjármál Reykjavíkurborgar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. desember 2016 07:00 Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun