Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2016 20:00 Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00