Segir hreinsanir sínar njóta stuðnings Donalds Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 09:49 Bandaríkjaforseti segir Rodrigo Duterte vera í meira lagi litríkan. Vísir/Epa Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte. Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte.
Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50
Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56