Segir hreinsanir sínar njóta stuðnings Donalds Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 09:49 Bandaríkjaforseti segir Rodrigo Duterte vera í meira lagi litríkan. Vísir/Epa Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte. Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte.
Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50
Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56