Stóra brúneggjamálið – punktar Ari Teitsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar