Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2016 19:02 Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999. Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999.
Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59