Alfreð Gíslason: Það sem hefur gengið á er algjörlega út í hött Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 09:30 Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð. EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð.
EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira