Alfreð Gíslason: Það sem hefur gengið á er algjörlega út í hött Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 09:30 Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð. EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð.
EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira