10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Þorgeir Helgason skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ætlar sér margt. Vísir/Getty Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.1. Múslimum bannað að koma til BandaríkjannaDonald Trump eyddi miklu púðri í kosningabaráttunni í að ræða um íslam. Í viðtali í vor sagði Trump að íslam ýtti undir hatur á Bandaríkjunum. Trump lagði til að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna þangað til kennisetningunum væri breytt. Mike Pence, tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump fyrir ummælin og sagði þau vera móðgandi og brjóta gegn stjórnarskránni. Þegar leið á kosningabaráttuna dró Trump aðeins úr yfirlýsingunni en hana má þó enn finna á kosningavef Trumps.2. Obamacare lagt niðurSíðustu mánuði lofaði Trump því sýknt og heilagt að hann myndi fella niður Obamacare og koma á nýju heilbrigðiskerfi, þegar hann yrði kjörinn forseti. Frá því að Obamacare var sett á laggirnar árið 2010 hafa rúmlega 20 milljónir Bandaríkjamanna bæst í hóp þeirra sem hafa heilbrigðistryggingu. Hlutfall ótryggðra Bandaríkjamanna hefur aldrei verið jafn lágt en það er um það bil 8,9 prósent. Trump hyggst koma á fót eigin kerfi sem býður upp á val, gæði og er á viðráðanlegu verði. Til þess að ná því fram þarf Trump á stuðningi 60 þingmanna í öldungadeild Bandaríkjaþings að halda. Það er lágmarksfjöldi atkvæða til þess að koma í veg fyrir málþóf Demókrata en öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikana eru 51 talsins.Bandarískt flugmóðurskip í Persaflóa. Mögulega myndi Trump heimila byggingu fleirri slíkra.Vísir/AP3. Endursamið um viðskiptasamningaTrump hefur talað um að viðskiptasamningar Bandaríkjanna við önnur ríki séu vonlausir og hefur hann lofað því að semja upp á nýtt. Í sumar sagði Trump að hann myndi draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni yrði hann kjörinn forseti. Hann segir stofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í landinu og hana vera stórslys. Einnig muni Bandaríkin yfirgefa samtök olíuútflutningslanda. Hann hyggst semja aftur við Kanada og Mexíkó um NAFTA-fríverslunarsamninginn og við Kyrrahafsríki um TPP-fríverslunarsamningin. Enda telur hann að Bandaríkin hafi verið hlunnfarin við samningagerðina.4. Ausa fé í herinn Á stefnuskrá Trumps er að auka fjárútgjöld til hersins um 500 milljarða dollara næsta áratuginn. Meðal annars til þess að glíma við uppgang Íslamska ríkisins. Hann telur þörf á að fjölga hermönnum um 50 þúsund, herskipum um rúmlega 80 og herflugvélum um rúmlega hundrað. Til þess að greiða fyrir útgjöldunum hyggst Trump biðja fulltrúadeild Bandaríkjaþings að hætta að takmarka eyðslufé varnarmálaráðuneytisins. Hann hyggst fjármagna útgjöldin með því að rukka inn ógreidda skatta, með niðurskurði í almannakerfinu, koma upp um tryggingasvindl og hækka skatta á orkufyrirtæki.Bandaríkjamenn hafa pyndað fanga í Guantanamo.Vísir/AFP5. SkattalækkanirTrump leggur til gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu. Tekjuskattskerfi Bandaríkjanna byggir á sjö þrepum. Frá tíu prósenta skatti upp í 39,6 prósent. Í stefnuskrá Trumps leggur hann til þriggja þrepa skattkerfi með 12, 25 og 33 prósenta þrepum. Trump hyggst lækka fyrirtækjaskatt úr 35 prósentum í fimmtán prósent og afnema allan erfðafjárskatt. Samkvæmt skattstefnumiðstöðinni í Bandaríkjunum munu skattalækkanir Trumps minnka tekjur ríkissjóðs um rúmlega 6.200 milljarða dollara næstu tíu árin. Rúmlega 47 prósent af skattalækkununum munu renna til ríkasta eins prósentsins, en þær munu koma verst út hjá þeim tekjulægstu.6. Pyndingar Fyrr á árinu hótaði Trump því að ef hann yrði kjörinn forseti myndi hann láta drepa fjölskyldumeðlimi þeirra sem hann telur Bandaríkjunum stafa ógn af. Hann lofaði því að hann myndi innleiða á ný vatnspyndingar og aðrar pyndingaraðferðir. Trump sagði að styrkja þyrfti lögin svo að Bandaríkin gætu átt auðveldara með að glíma við Íslamska ríkið. Eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur af hershöfðingjum og fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna dró Trump aðeins í land. Hann viðurkenndi að hann gæti ekki neytt hermenn til þess að brjóta gegn alþjóðlegum sáttmálum og lögum en að hann myndi hins vegar reyna að auka valdheimildir hermanna fyrir bandaríska þinginu til þess að berjast við Íslamska ríkið.7. Verndarskattur Trumps Trump hefur hótað því að koma ekki öðrum þjóðum í Atlantshafsbandalaginu til aðstoðar greiði þær ekki sanngjarnan hlut af útgjöldum bandalagsins. Eystrasaltslöndin hafa tekið þessar hótanir mjög alvarlega, sérstaklega í ljósi aðdáunar Trumps á Pútín. Aðspurður hvort hann myndi koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar gerðu innrás neitaði Trump að svara. Hann gæti aðeins svarað spurningunni játandi ef löndin hefðu borgað sinn hlut til bandalagsins.Það þótti stórmerkilegur áfangi þegar tókst að ná samkomulagi í aðgerðum í loftslagsmálum í París í fyrra.8. ParísarsamkomulagiðDonald Trump hefur margoft haldið því fram að það sé ekkert sem bendi til þess að loftslagið á jörðinni sé að hlýna. Hann hefur hvatt til frekari olíuvinnslu, borunum eftir jarðgasi og að fækka reglugerðum við vinnslu jarðefnaeldsneytis. Parísarsamkomulagið, sem 195 lönd samþykktu, telur Trump vera slæmt fyrir bandarísk viðskipti. Í kosningabaráttunni hvatti hann til þess að Bandaríkin drægju sig út úr samkomulaginu. Á síðustu árum hefur Trump birt tugi tísta þar sem hann þvertekur fyrir að hlýnun jarðar sé vandamál. Í einu þeirra segir hann að Kínverjar hafi fundið upp gróðurhúsaáhrifin til þess að lama bandarískan iðnað. Í öðru kvartar hann yfir kulda í New York borg og spyr hvar í fjandanum megi finna fyrir þessari hlýnun jarðar.9. Umbætur í WashingtonEitt af loforðum Trumps var að útrýma peningasjóðunum úr bandarískum stjórnmálum. Hann segist ætla að koma í veg fyrir spillingu og hagsmunapólitík og hann sé fullkominn í það starf því ekki sé hægt að kaupa hann. Í stefnuskrá Trumps eru hugmyndir um að takmarka setu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við ákveðinn fjölda kjörtímabila og að banna fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins og þinghússins að gerast lobbýistar fyrstu fimm árin eftir að störfum lýkur.10. Reisa múrDonald Trump hefur ítrekað, frá fyrstu framboðsræðu sinni og allt þangað til hann náði kjöri, að hann ætli að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump nýtur lítilla vinsælda í Mexíkó því auk hugmynda hans um að reisa múr á landamærunum hefur hann kallað Mexíkóa dópsala, glæpamenn og nauðgara. Landamærin eru um 3.200 kílómetrar að lengd og bandarísk verktakafyrirtæki hafa metið kostnaðinn við byggingu múrsins á milli 15 til 25 milljarða dollara. Einnig hyggst Trump vísa öllum ólöglegum innflytjendum úr landi en fjöldi þeirra hleypur á milljónum. Þrátt fyrir þessa orðræðu hlaut Trump meira fylgi hjá spænskættuðum Bandaríkjamönnum en Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gerði árið 2012. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.1. Múslimum bannað að koma til BandaríkjannaDonald Trump eyddi miklu púðri í kosningabaráttunni í að ræða um íslam. Í viðtali í vor sagði Trump að íslam ýtti undir hatur á Bandaríkjunum. Trump lagði til að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna þangað til kennisetningunum væri breytt. Mike Pence, tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump fyrir ummælin og sagði þau vera móðgandi og brjóta gegn stjórnarskránni. Þegar leið á kosningabaráttuna dró Trump aðeins úr yfirlýsingunni en hana má þó enn finna á kosningavef Trumps.2. Obamacare lagt niðurSíðustu mánuði lofaði Trump því sýknt og heilagt að hann myndi fella niður Obamacare og koma á nýju heilbrigðiskerfi, þegar hann yrði kjörinn forseti. Frá því að Obamacare var sett á laggirnar árið 2010 hafa rúmlega 20 milljónir Bandaríkjamanna bæst í hóp þeirra sem hafa heilbrigðistryggingu. Hlutfall ótryggðra Bandaríkjamanna hefur aldrei verið jafn lágt en það er um það bil 8,9 prósent. Trump hyggst koma á fót eigin kerfi sem býður upp á val, gæði og er á viðráðanlegu verði. Til þess að ná því fram þarf Trump á stuðningi 60 þingmanna í öldungadeild Bandaríkjaþings að halda. Það er lágmarksfjöldi atkvæða til þess að koma í veg fyrir málþóf Demókrata en öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikana eru 51 talsins.Bandarískt flugmóðurskip í Persaflóa. Mögulega myndi Trump heimila byggingu fleirri slíkra.Vísir/AP3. Endursamið um viðskiptasamningaTrump hefur talað um að viðskiptasamningar Bandaríkjanna við önnur ríki séu vonlausir og hefur hann lofað því að semja upp á nýtt. Í sumar sagði Trump að hann myndi draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni yrði hann kjörinn forseti. Hann segir stofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í landinu og hana vera stórslys. Einnig muni Bandaríkin yfirgefa samtök olíuútflutningslanda. Hann hyggst semja aftur við Kanada og Mexíkó um NAFTA-fríverslunarsamninginn og við Kyrrahafsríki um TPP-fríverslunarsamningin. Enda telur hann að Bandaríkin hafi verið hlunnfarin við samningagerðina.4. Ausa fé í herinn Á stefnuskrá Trumps er að auka fjárútgjöld til hersins um 500 milljarða dollara næsta áratuginn. Meðal annars til þess að glíma við uppgang Íslamska ríkisins. Hann telur þörf á að fjölga hermönnum um 50 þúsund, herskipum um rúmlega 80 og herflugvélum um rúmlega hundrað. Til þess að greiða fyrir útgjöldunum hyggst Trump biðja fulltrúadeild Bandaríkjaþings að hætta að takmarka eyðslufé varnarmálaráðuneytisins. Hann hyggst fjármagna útgjöldin með því að rukka inn ógreidda skatta, með niðurskurði í almannakerfinu, koma upp um tryggingasvindl og hækka skatta á orkufyrirtæki.Bandaríkjamenn hafa pyndað fanga í Guantanamo.Vísir/AFP5. SkattalækkanirTrump leggur til gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu. Tekjuskattskerfi Bandaríkjanna byggir á sjö þrepum. Frá tíu prósenta skatti upp í 39,6 prósent. Í stefnuskrá Trumps leggur hann til þriggja þrepa skattkerfi með 12, 25 og 33 prósenta þrepum. Trump hyggst lækka fyrirtækjaskatt úr 35 prósentum í fimmtán prósent og afnema allan erfðafjárskatt. Samkvæmt skattstefnumiðstöðinni í Bandaríkjunum munu skattalækkanir Trumps minnka tekjur ríkissjóðs um rúmlega 6.200 milljarða dollara næstu tíu árin. Rúmlega 47 prósent af skattalækkununum munu renna til ríkasta eins prósentsins, en þær munu koma verst út hjá þeim tekjulægstu.6. Pyndingar Fyrr á árinu hótaði Trump því að ef hann yrði kjörinn forseti myndi hann láta drepa fjölskyldumeðlimi þeirra sem hann telur Bandaríkjunum stafa ógn af. Hann lofaði því að hann myndi innleiða á ný vatnspyndingar og aðrar pyndingaraðferðir. Trump sagði að styrkja þyrfti lögin svo að Bandaríkin gætu átt auðveldara með að glíma við Íslamska ríkið. Eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur af hershöfðingjum og fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna dró Trump aðeins í land. Hann viðurkenndi að hann gæti ekki neytt hermenn til þess að brjóta gegn alþjóðlegum sáttmálum og lögum en að hann myndi hins vegar reyna að auka valdheimildir hermanna fyrir bandaríska þinginu til þess að berjast við Íslamska ríkið.7. Verndarskattur Trumps Trump hefur hótað því að koma ekki öðrum þjóðum í Atlantshafsbandalaginu til aðstoðar greiði þær ekki sanngjarnan hlut af útgjöldum bandalagsins. Eystrasaltslöndin hafa tekið þessar hótanir mjög alvarlega, sérstaklega í ljósi aðdáunar Trumps á Pútín. Aðspurður hvort hann myndi koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar gerðu innrás neitaði Trump að svara. Hann gæti aðeins svarað spurningunni játandi ef löndin hefðu borgað sinn hlut til bandalagsins.Það þótti stórmerkilegur áfangi þegar tókst að ná samkomulagi í aðgerðum í loftslagsmálum í París í fyrra.8. ParísarsamkomulagiðDonald Trump hefur margoft haldið því fram að það sé ekkert sem bendi til þess að loftslagið á jörðinni sé að hlýna. Hann hefur hvatt til frekari olíuvinnslu, borunum eftir jarðgasi og að fækka reglugerðum við vinnslu jarðefnaeldsneytis. Parísarsamkomulagið, sem 195 lönd samþykktu, telur Trump vera slæmt fyrir bandarísk viðskipti. Í kosningabaráttunni hvatti hann til þess að Bandaríkin drægju sig út úr samkomulaginu. Á síðustu árum hefur Trump birt tugi tísta þar sem hann þvertekur fyrir að hlýnun jarðar sé vandamál. Í einu þeirra segir hann að Kínverjar hafi fundið upp gróðurhúsaáhrifin til þess að lama bandarískan iðnað. Í öðru kvartar hann yfir kulda í New York borg og spyr hvar í fjandanum megi finna fyrir þessari hlýnun jarðar.9. Umbætur í WashingtonEitt af loforðum Trumps var að útrýma peningasjóðunum úr bandarískum stjórnmálum. Hann segist ætla að koma í veg fyrir spillingu og hagsmunapólitík og hann sé fullkominn í það starf því ekki sé hægt að kaupa hann. Í stefnuskrá Trumps eru hugmyndir um að takmarka setu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við ákveðinn fjölda kjörtímabila og að banna fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins og þinghússins að gerast lobbýistar fyrstu fimm árin eftir að störfum lýkur.10. Reisa múrDonald Trump hefur ítrekað, frá fyrstu framboðsræðu sinni og allt þangað til hann náði kjöri, að hann ætli að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump nýtur lítilla vinsælda í Mexíkó því auk hugmynda hans um að reisa múr á landamærunum hefur hann kallað Mexíkóa dópsala, glæpamenn og nauðgara. Landamærin eru um 3.200 kílómetrar að lengd og bandarísk verktakafyrirtæki hafa metið kostnaðinn við byggingu múrsins á milli 15 til 25 milljarða dollara. Einnig hyggst Trump vísa öllum ólöglegum innflytjendum úr landi en fjöldi þeirra hleypur á milljónum. Þrátt fyrir þessa orðræðu hlaut Trump meira fylgi hjá spænskættuðum Bandaríkjamönnum en Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gerði árið 2012. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira