Clinton kennir yfirmanni FBI um ósigurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 21:44 Hillary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að úrslit forsetakosninganna voru ljós. Vísir/Getty Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03