Heilbrigð samkeppni Erling Freyr Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar