Opið bréf til íslenska okrarans Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2016 10:53 Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar