Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:32 Obama á kosningafundinum í gær. vísir/epa Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00