Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2016 20:59 Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton. Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton.
Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira