Frítt streymi á tónlist mistókst Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun