Frítt streymi á tónlist mistókst Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun