Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2016 07:30 Donald Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira