Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 10:28 Sigur Bernie Sanders í Washington-ríki þykir sérstaklega mikilvægur fyrir áframhaldandi kosningabaráttu hans. Vísir/Getty Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45