Níundi nóvember sannarlega sögulegur dagur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 13:35 Frá Berlín þann 9. nóvember þegar múrinn féll eftir 26 ár. Vísir/Getty Donald Trump er nýr forseti Bandaríkjanna ólíkt því sem kannanir bentu til undanfarnar vikur. Trump verður elsti maðurinn til að taka við embæti forseta Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að tímamótin beri upp á athyglisverðri dagsetningu, 9. nóvember en áður hafa orðið mikil tímamót í sögu mannkyns á þessum degi. Standa þar upp úr árin 1938 og 1989. Gyðingar teknir höndum í Þýskalandi þann 9. nóvember 1938. Þann 9. nóvember árið 1938 þyrptust brúnstakkar nasista og almennir borgarar út á götur í borgum og bæjrum í Þýskalandi og brutu rúður á heimilum og í verslunum gyðinga. Er talað um Kristalsnóttina sem markaði upphafið að skipulögðum ofsókum gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Þann 9. nóvember árið 1989 var opnað fyrir frjálsa umferð fólks á milli vestur- og austurhluta Berlínarborgar eftir 28 ár þar sem 168 kílómetra langi múrinn skipti borginni í tvennt. Múrinn var áberandi tákn um skiptingu Þýskalands og Kalda stríðið. Talið er að á annað hundrað manns hafi látið lífið við að komast yfir múrinn í trússi við yfirvöld. Fleiri sögulegir viðburðir urðu þennan dag. Má þar nefna fyrstu opinberu heimsókn Bandaríkjaforseta út fyrir landsteinana, fyrsta tölublað tónlistartímaritsins Rolling Stone kom í verslanir og Garry Kasparov varð yngsti heimsmeistari sögunnar í skák, 22 ára, eftir sigur á landa sínum Anatoly Karpov. Lesa má nánar um sögulega viðburði sem gerðust þann 9. nóvember hér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Donald Trump er nýr forseti Bandaríkjanna ólíkt því sem kannanir bentu til undanfarnar vikur. Trump verður elsti maðurinn til að taka við embæti forseta Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að tímamótin beri upp á athyglisverðri dagsetningu, 9. nóvember en áður hafa orðið mikil tímamót í sögu mannkyns á þessum degi. Standa þar upp úr árin 1938 og 1989. Gyðingar teknir höndum í Þýskalandi þann 9. nóvember 1938. Þann 9. nóvember árið 1938 þyrptust brúnstakkar nasista og almennir borgarar út á götur í borgum og bæjrum í Þýskalandi og brutu rúður á heimilum og í verslunum gyðinga. Er talað um Kristalsnóttina sem markaði upphafið að skipulögðum ofsókum gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Þann 9. nóvember árið 1989 var opnað fyrir frjálsa umferð fólks á milli vestur- og austurhluta Berlínarborgar eftir 28 ár þar sem 168 kílómetra langi múrinn skipti borginni í tvennt. Múrinn var áberandi tákn um skiptingu Þýskalands og Kalda stríðið. Talið er að á annað hundrað manns hafi látið lífið við að komast yfir múrinn í trússi við yfirvöld. Fleiri sögulegir viðburðir urðu þennan dag. Má þar nefna fyrstu opinberu heimsókn Bandaríkjaforseta út fyrir landsteinana, fyrsta tölublað tónlistartímaritsins Rolling Stone kom í verslanir og Garry Kasparov varð yngsti heimsmeistari sögunnar í skák, 22 ára, eftir sigur á landa sínum Anatoly Karpov. Lesa má nánar um sögulega viðburði sem gerðust þann 9. nóvember hér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46