Mótmælt fyrir utan Trump Tower: „Donald Trump er ekki minn forseti“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:42 Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03