Heimsbyggðin biðlar til Michelle Obama að bjóða sig fram árið 2020 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 23:32 Verður Michelle Obama kannski fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna? Vísir/Getty Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33
Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36