Heimsbyggðin biðlar til Michelle Obama að bjóða sig fram árið 2020 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 23:32 Verður Michelle Obama kannski fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna? Vísir/Getty Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33
Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36