Lýðskrumi svarað Halldór Gunnarsson skrifar 20. október 2016 07:00 Þar sem ég býst ekki við að formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, lesi Morgunblaðið, sbr. grein mína þar 17. október sl. um inneign ríkis og sveitarfélaga hjá lífeyrissjóðunum, leyfi ég mér að útskýra þetta nánar fyrir lesendum og Þorvaldi, sem sagði: „Skatturinn var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan.“ Annað hvort er svona framsetning skilningsleysi eða lýðskrum. Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnurekendum. Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna. Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt. Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkisjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyrissjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is. Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyrissjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatryggingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfallslegan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt. Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu, eins og Þorvaldur sagði í lýðskrumi eða af skilningsleysi. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég býst ekki við að formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, lesi Morgunblaðið, sbr. grein mína þar 17. október sl. um inneign ríkis og sveitarfélaga hjá lífeyrissjóðunum, leyfi ég mér að útskýra þetta nánar fyrir lesendum og Þorvaldi, sem sagði: „Skatturinn var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan.“ Annað hvort er svona framsetning skilningsleysi eða lýðskrum. Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnurekendum. Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna. Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt. Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkisjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyrissjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is. Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyrissjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatryggingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfallslegan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt. Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu, eins og Þorvaldur sagði í lýðskrumi eða af skilningsleysi. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun